Leikdagur: Ísland – Tékkland

Þá er bara einn leikur eftir í undankeppninni og það er úrslitaleikur um að komast í umspilsviðureignir um síðasta sætið sem verður í boði á HM í Frakklandi á næsta ári. Við viljum meira, við viljum umspil, við viljum HM!

A-landslið kvenna,
undankeppnin fyrir HM í Frakklandi 2019,
8. og síðasti leikur Íslands í 5. riðli.
Þriðjudagurinn 4. september 2018,
klukkan 15:00.

Ísland – Tékkland

Völlur: Laugardalsvöllur

Við fengum glæsilegt áhorfendamet í síðasta leik þegar það var uppselt á leikinn. Því miður er UEFA enn með stæla þegar kemur að kvennafótbolta og því er þessi leikur á þannig tíma að við vitum að það verður ekki uppselt aftur. En við vonum samt að sem flestir sjái sér fært að mæta og að þau ykkar sem mætið munið hvetja, styðja og peppa extra mikið til að bæta upp fyrir það.

Dómari: Ivana Projkovska, frá Makedóníu.

Veðurspá:

Það spáir rigningu upp úr hádegi á leikdegi en skv. Veðurstofunni þá ætti að hætta að rigna þegar leikurinn er að byrja. Spurning hversu nákvæmt það er, ekki ósennilegt að það muni allavega eitthvað rigna yfir leiknum. Það verður 10 stiga hiti, gæti sést eitthvað til sólar inn á milli skýja og rigningar og það verður ekki mikill vindur, bara þetta 4 m/s af suð-suð-vestanátt.


 Podcast Tólfunnar

Við minnum á podcast Tólfunnar. Tilvalið að nýta það í upphitun fyrir landsleiki eða bara þegar ykkur vantar eitthvað sniðugt til að hlusta á.

Síðustu tveir þættir voru einmitt sérstök upphitun fyrir þessa leiki hjá kvennalandsliðinu. Í síðasta þætti mætti Freysi landsliðsþjálfari og fór vel yfir málin með okkur. Í þættinum þar á undan mætti Orri Rafn, Tólfa og íþróttafréttamaður, í gott spjall um landsliðshópinn og leikina.

Þið getið alltaf hlustað á þættina í gegnum þessa síðu en svo má einnig finna margs konar forrit, fyrir allar gerðir síma, sem snúast um að hlusta á podcastþætti. Í öllum þeim forritum ætti að vera nóg að skrifa Tólfan til að finna þættina. Hér má finna nánari leiðbeiningar um hvar og hvernig þið getið hlustað.


Ísland

Staða á styrkleikalista FIFA: 19. sæti

Embed from Getty Images

Gengi í síðustu 10 leikjum: J T J T J J S S S T
Markatalan í síðustu 10 leikjum: 13-8

Landsliðsþjálfari: Freyr Alexandersson
Fyrirliði: Sara Björk Gunnarsdóttir

Embed from Getty Images

Við vissum það alltaf að leikurinn gegn Þýskalandi yrði mjög erfiður. Stelpurnar stóðu sig að vanda gríðarlega vel og það hefði ekki mikið þurft að detta til að úrslitin hefðu getað orðið hagstæðari. Varnarleikurinn var heilt yfir vel skipulagður. Það má alveg byggja ofan á þetta en nú þýðir ekkert að ætla sér að verja eitthvert stig, nú þarf að sækja til sigurs!

Við vitum alveg að þær geta það líka. Og þjálfararnir hafa án efa plottað eitthvað gott upplegg til að sækja á þær tékknesku. Það sem skiptir samt mestu máli er að íslenska liðið komi tilbúið í þennan leik, þær verða að koma tilbúnar í baráttu og bardaga inni á vellinum. Við trúum því að þær geri það og að þær geti sigrað.

Embed from Getty Images


Tékkland

Staða á styrkleikalista FIFA: 32. sæti

Gengi í síðustu 10 leikjum:  T S J S T T S T S S
Markatalan í síðustu 10 leikjum: 18-14

Landsliðsþjálfari: Karel Rada
Fyrirliði: Lucie Vo?ková

Embed from Getty Images

Vo?ková er öflugur leikmaður, framherji sem spilar með Bayern München í Þýskalandi. Hún er vanalega fyrirliði Tékklands en er ekki með liðinu í þessu verkefni vegna meiðsla. Munar heilmikið um hana, hún hafði skorað 3 mörk í undankeppninni fyrir meiðsli. Hins vegar er hún ekki markahæst, 3 leikmenn hafa skorað 4 mörk.

Fyrirliðinn í síðasta leik var framherjinn Petra Divišová. Hún er ein þeirra sem hafa skorað 4 mörk og skoraði meðal annars í síðasta leik, gegn Slóveníu. Hún mun væntanlega aftur bera fyrirliðabandið núna.

Embed from Getty Images

Divišová spilar fyrir Slavia Praha í heimalandinu. Nánast allur leikmannahópurinn í liðinu spilar annað hvort fyrir Slavia Praha eða nágrannana í Sparta Praha. Aðeins tveir leikmenn spila með öðrum liðum. Varamarkvörðurinn Barbora R?ži?ková spilar fyrir 1. FC Slovácko Zeny, sem er þriðja besta liðið í Tékklandi, og miðjumaðurinn Klára Cahynová spilar fyrir 1. FFC Turbine Potsdam í þýsku Búndeslígunni.

Af hinum leikmönnunum koma 9 frá Slavia Praha og 7 frá Sparta Praha. Það er því ljóst að stór hluti leikmanna er mjög vanur því að spila saman, þær þekkja hverja aðra út og inn sem er alltaf kostur fyrir landslið.

Embed from Getty Images

Talandi um að þekkja hverja aðra út og inn, reynslumestu leikmenn Tékka í þessum hópi eru tvíburasysturnar Lucie (78 leikir) og Irena (64 leikir) Martínková. Lucie spilar í sókninni en Irena á miðjunni eða í vörn. Þær eru einnig samherjar hjá Sparta Praha. Þær fæddust 19. september 1986 svo það styttist í 32 ára afmælisdaginn. Lucie er markahæsti leikmaðurinn í hópnum, hefur samtals skorað 18 landsliðsmörk, eitt þeirra í þessari undankeppni. Irena hefur skorað 10 landsliðsmörk en ekkert í undankeppninni til þessa. Þær hafa ekki verið lykilmenn í þessari undankeppni, tekið þátt í 1-2 leikjum, en þær spiluðu báðar í síðasta leik og gætu fengið hlutverk í þessum líka.

Ótrúlegt nokk þá eru Martínková-systurnar ekki einu tvíburarnir í hópnum því þær Kamila og Michaela Dubcová eru þarna líka. Dubcová-systurnar eru efnilegar og nýkomnar inn í A-landsliðið, en þær fæddust 17. janúar 1999. Í síðasta leik spiluðu þær báðar á miðjunni í 3-5-2 uppstillingu. Þær hafa mikla reynslu af yngri landsliðum og þykja harðar í horn að taka. Þær eru líka samherjar í félagsliðaboltanum og spila báðar fyrir Slavia Praha.

Tvíburasysturnar frá Tékklandi (Mynd: @zenyfotbal á Twitter)

Tékkneska liðið er hávaxið, líkamlega sterkt og í hörku formi. Þær eru fastar fyrir og vilja láta finna fyrir sér. Kvennafótboltinn í Tékklandi er á uppleið eins og Freysi fór yfir í síðasta þættinum af podcasti Tólfunnar. Þetta verður því alls ekki auðveldur leikur.

Ef það er einhver leikmaður sem þarf að hafa sérstakar gætur á þá er það líklega Kate?ina Svitková. Hún spilar með númerið 10 á bakinu og er ekta tía. Hún er aðeins 22 ára gömul en hefur þó verið lykilleikmaður landsliðsins síðan 2014. Hún er Slavíumegin í Prag. Hún hefur tekið þátt í öllum 7 leikjum Tékka í undankeppninni, skorað í þeim 4 mörk og er stoðsendingahæst í liðinu með 5 stoðsendingar. Hún hefur skorað í síðustu 2 landsleikjum og var einnig á skotskónum þegar Slavia Praha sló Stjörnuna út úr Meistaradeildinni. Þá skoraði hún seinna mark tékkneska liðsins á Stjörnuvellinum, úr vítaspyrnu.

Embed from Getty Images


Fyrri viðureignir

A-landslið Íslands og Tékklands hafa þrisvar sinnum mæst áður. Löndin voru líka saman í undankeppninni fyrir HM 2007, ásamt Svíþjóð, Hvíta-Rússlandi og Portúgal. Tékkland endaði þá í öðru sæti í riðlinum en Ísland í því þriðja, Svíar unnu riðilinn.

Fyrri leikur liðanna í þeirri undankeppni var spilaður í Kravare í Tékklandi 24. september 2005. Jörundur Áki Sveinsson stýrði þá íslenska liðinu en Elísabet Gunnarsdóttir var aðstoðarþjálfari. Ísland hafði byrjað undankeppnina vel með heimasigri gegn Hvíta-Rússlandi og mjög sterku 2-2 jafntefli á útivelli gegn Svíþjóð. En þessi leikur gegn Tékkum byrjaði illa, Ísland spilaði ekki vel í fyrri hálfleik og lenti undir eftir tæplega 8 mínútna leik. Fátt gekk upp í fyrri hálfleiknum og þótt sá seinni hafi verið betri þá vildi boltinn alls ekki inn þrátt fyrir nokkur góð færi. 500 áhorfendur sáu því 1-0 sigur Tékka.

Seinni leikurinn var svo á Laugardalsvellinum 19. ágúst 2006. 1.423 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn til að styðja stelpurnar okkar og fengu fjörugan leik. Tékkarnir byrjuðu betur og komust yfir strax í byrjun leiks. Ásthildur Helgadóttir jafnaði strax á 7. mínútu og Margrét Lára kom Íslandi svo yfir á 35. mínútu. En Ísland náði ekki að fylgja því eftir og Tékkar náðu að jafna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hrundi leikur íslenska liðsins og Tékkarnir skoruðu 2 mörk til viðbótar. Í lokin var Jörundi Áka vísað upp í stúku fyrir að benda dómaranum á að hann hafði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum sem Ísland átti að fá.

Þriðji leikurinn var svo í Tékklandi og endaði 1-1 í hörku baráttuleik.

Ef allir aldursflokkar kvennalandsliða eru taldir með þá hefur Ísland aðeins unnið einn leik gegn Tékklandi. Það var U19-landsliðið í undankeppninni fyrir EM U19 árið 2004. Meðal þeirra sem byrjuðu leikinn fyrir Ísland voru Guðbjörg Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Sif Atladóttir kom síðan inn á sem varamaður á 63. mínútu og hún skoraði eina mark leiksins á 89. mínútu. Hún má alveg skora gegn þeim aftur í þetta skiptið!


Dómarahornið

Dómarinn í þessum leik kemur frá Makedóníu og heitir Ivana Projkovska.  Hún hefur verið álitin besti kvenkyns knattspyrnudómarinn í Makedóníu undanfarin ár. Hún byrjaði snemma að dæma á alþjóðavísu og kom m.a. hingað til Íslands árið 2015 til að dæma á Evrópumóti U17-landsliða. Hún dæmdi þar tvo leiki sem báðir voru leikir Íslands. Fyrst 1-3 tap gegn Englandi á Akranesi og svo 0-2 tap gegn Spáni á Valsvelli. Vonum að þetta trend hætti þegar hún dæmir á Laugardalsvellinum.

Embed from Getty Images

Projkovska hefur dæmt marga leiki U19-landsliða, hefur þegar dæmt annan leik í þessari undankeppni og á að auki slatta af leikjum að baki úr Meistaradeild Evrópu.

Með henni verða þær Biljana Milanova og Vjolca Izeiri á flöggunum, einnig frá Makedóníu. Fjórði dómari verður svo Rebecca Welch frá Englandi.


Áfram Ísland!

Áfram Ísland!

Við viljum sjá meira svona