Upphitunarpistill: Portúgal

Við í Tólfunni erum orðin alveg gríðarlega spennt fyrir EM í Frakklandi. Enda ekki annað hægt þar sem veislan sjálf, lúxushlaðborðið, gúrmei gúmmelaðið, byrjar eftir þrjár vikur. 3 vikur! Það er ekki neitt. Ég (Halldór Marteins) og Árni Súperman ætlum að henda í nokkra létta upphitunarpistla til að eftirvæntingafullt og yfirspennt stuðningsfólk hafi eitthvað smávegis að dunda sér við fram að móti.  Svo er aldrei að vita nema einhverjir fleiri Tólfusnillingar komi með hresst efni hingað inn, endilega fylgist með. Continue reading “Upphitunarpistill: Portúgal”

Úrdráttarpistill

Þegar kemur að því að setja saman draumariðil fyrir strákana okkar á EM 2016 er margt sem hægt er að huga að. Það er hægt að taka mismunandi vinkla á þessu öllu saman. Til dæmis er hægt að taka grunntilfinningu á þetta, hvaða lið væri skemmtilegt að fá með Íslandi í riðil. Ef það væri reglan þá hefði ég til dæmis hent í Írland og Norður-Írland sem óskamótherja, það er bara eitthvað svo heillandi tilhugsun við að taka gott fótboltastórmótsdjamm með írsku frændum okkar. En þar sem báðar þessar þjóðir eru með Íslandi í styrkleikaflokki þá gengur það ekki upp. Continue reading “Úrdráttarpistill”

Týnda tólfan

Heilt og sælt elsku tólfufólk, vonandi hafið þið öll það sem allra best.
Jóhann Ingi heiti ég og ætla ég að skrifa léttan pistil um dráttinn í lokakeppni EM í Frakklandi en það eru örfáir dagar í að við fáum að vita hvaða þjóðum við mætum á okkar fyrsta stórmóti A-landslið karla en drátturinn fer fram núna á laugardaginn þegar þessi pistill er skrifaður. Continue reading “Týnda tólfan”

Sjúkraþjálfarinn

Ég starfa sem sjúkraþjálfari hjá A-landsliði karla í fótbolta ásamt þeim Stefáni Stefánssyni og Rúnari Pálmarssyni. Ég hef unnið með A-landslið karla í rúm 10 ár, eða síðan í október 2005.
Hlutverk okkar er aðallega að sjá um endurhæfingu, forvarnir og fræðslu fyrir leikmenn liðsins. Það getur verið eitt og annað í gangi hjá atvinnumanni í fótbolta þó að hann sé að spila alla leiki. Álagið hjá þessum strákum er mikið og það myndast stífleiki víða í líkamanum við allt þetta álag, en auk þess geta verið minniháttar meiðsli í gangi sem þarf að sinna. Continue reading “Sjúkraþjálfarinn”