Leikdagur: Ísland – Slóvenía

Fyrsti leikurinn sem íslenska A-landslið kvenna spilaði í undankeppninni fyrir EM í Hollandi á næsta ári fór fram þriðjudaginn 22. september í fyrra. 3.013 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og sáu Ísland vinna 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. Undankeppnin byrjaði vel og núna, tæplega ári síðar, er liðið við það að tryggja sig inn á úrslitakeppni EM í þriðja skiptið í röð. Aðeins tveir leikir eru eftir til að klára verkefnið. Það hefst hér, gegn Slóvenum.

Byrjunarliðið í fyrsta leik undankeppninnar, gegn Hvíta-Rússlandi (Mynd: Myndasafn KSÍ)
Byrjunarliðið í fyrsta leik undankeppninnar, gegn Hvíta-Rússlandi (Mynd: Myndasafn KSÍ)

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Slóvenía”

Afmælispistill

Áfram Ísland

Núna eru framundan 2 heimaleikir hjá A-landsliði kvenna. Stelpurnar okkar eru á endasprettinum í undankeppninni fyrir EM í Hollandi á næsta ári og stefna ekki bara á að tryggja sig þangað heldur klára undankeppnina með sama stæl og þær hafa sýnt í leikjunum til þessa. Við ætlum að mæta á leikina, styðja þetta frábæra lið og hjálpa þeim í undirbúningnum fyrir EM. En það er fleira sem við getum fagnað því þann 20. september höldum við upp á afmæli kvennalandsliðsins, þann dag verða 35 ár frá fyrsta leik þess. Mótherjinn í leiknum á þessum afmælisdegi verður sá sami og árið 1981, Skotland.

Áfram Ísland
Tveir flottir leikir framundan, smelltu á myndina til að komast í miðasöluna (mynd: KSÍ)

Continue reading “Afmælispistill”