006 – Íslandsmet Tólfunnar, Iniesta, súpufundur, HM-pælingar og spjall við erlendan blaðamann

Tólfan setti Íslandsmet! Við förum yfir það. Við erum annars búnir að vera uppteknir við að kveðja Iniesta, kíkja á súpulausan súpufund, spá fyrir um leikina á HM, spá í hóp Íslands á HM, skrifa upphitunarpistla og fleira.

Við tókum líka smá spjall við erlendan blaðamann, John Leicester frá The Associated Press, um það hvernig er að vera einn af mörgum erlendum blaðamönnum sem koma til Íslands til að fjalla um íslenska fótboltaævintýrið.

Þátttakendur í þetta skiptið voru Árni Súperman, Halldór Gameday, Ósi Kóngur og John Leicester.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

Hér eru leiðbeiningar um mismunandi leiðir til að hlusta á podcastið og gerast áskrifandi að því.