005 – Perlað fyrir Kraft, HM-undirbúningur og stjórn Tólfunnar

Við fengum Benna Bongó og Svenna, formann og varaformann Tólfunnar, til okkar í skemmtilegt spjall.

Næsta laugardag verður perlað fyrir gott málefni á Laugardalsvelli, við fórum yfir hvernig undirbúningurinn gengur fyrir HM, pældum meira í væntanlegum HM-hópi karlalandsliðsins og ræddum það hvað það er gaman að vera Tólfa.

Við biðjumst afsökunar á smá tækniklúðri eftir 10 mínútur, erum enn að læra á flottu, nýju upptökugræjuna úr Tónastöðinni.

Þátttakendur í þetta skipti voru Halldór Gameday, Árni Súperman, Ósi kóngur, Benni Bongó og Sven!

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

And also a big thank you to Klaus Pfreundner and his band Radspitz for giving us a new song. Við erum Tólfan is played as an outro in this episode, with full permission from the band.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlusta á þáttinn í snjalltækjum.